Hyppää pääsisältöön
WOW-e

WOW-e: Konum tækifæri til vinnu og menntunar

Brýnt er að taka á áskorunum kvenna af erlendum uppruna með litla formlega menntun til að auðvelda þeim aðgang að menntun og vinnumarkaði. Í þátttökulöndum verkefnisins eru sameiginlegar áskoranir: konur af erlendum uppruna eru oftar utan vinnumarkaðar eða í ótryggum störfum samanborið við karla af erlendum uppruna og heimamenn.

Verkefnið miðar að því að vinna gegn áskorunum kvenna af erlendum uppruna í Evrópu, eins og ófullnægjandi ferlum við hæfnisviðurkenningu, skorti á félagslegum netum, erfiðleikum við að samræma vinnu og fjölskyldulíf og ófullnægjandi hæfni til þátttöku á vinnumarkaði.

Íbúar Evrópu eru að eldast og vinnumarkaðurinn þarf brýn nýtt starfsfólk á mörgum sviðum. WOW-e verkefnið hvetur atvinnurekendur til nánu samstarfs um að finna nýjar lausnir til að ráða innflytjendakonur og byggja upp fjölbreyttari vinnuumhverfi.

🎯 Markmið

Heildarmarkmið WOW-E-verkefnisins er að auka hæfni og tækifæri kvenna af erlendum uppruna með litla formlega menntun til að komast inn á vinnumarkað og í nám.

Þessu markmiði verður náð með hæfnismati og hæfnismiðlun fyrir konur af erlendum uppruna, og í samstarfi við atvinnurekendur með því að bjóða þeim tækifæri til að finna nýjar lausnir til að ráða innflytjendakonur og fjárfesta í fjölbreyttu og ómismunandi vinnuumhverfi.

💯 Áhrif

Á innlendum og alþjóðlegum vettvangi er langtímaáhrifin aukin vitund um mikilvægi þarfamiðaðrar þjónustu fyrir konur af erlendum uppruna til að tryggja þeim aðgang að námi og atvinnu.

Hvernig á að nota síðuna

Síðunni er skipt í fjóra hluta: leiðbeiningar, fyrir ráðþega, fyrir ráðgjafa, fyrir vinnuveitendur. Í verkefninu voru unnin eða söfnuð saman verkfæri sem hægt er að nýta fyrir hæfnigreiningar, starfsráðgjöf sem og að byggja upp færni einstaklinga fyrir störf atvinnulífsíns. Í hverjum hluta er hægt að finna gagnlega tengla, lýsingar á verkfærum og notkunarleiðbeiningar fyrir hvern notanda.

Lokaniðurstaða WOW-e verkefnisins er ramma­verk sem dregur saman reynslu, bestu starfshætti og líkön verkefnisins og kynnir jafnframt WOW-e leiðbeiningaferlið og verkfæri. Lokaniðurstaðan sýnir einnig hvernig hægt er að nýta niðurstöður og verkfæri verkefnisins.

Markhópur verkefnisins Atvinnu- og námstækifæri kvenna (Women´s opportunities for work and education/WOW-e) er konur af erlendum uppruna með litla formlega menntun. Verkefnið nær utan um þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna mæta í Evrópu til að gera þeim kleift að láta drauma sína rætast í tengslum við atvinnumöguleika þeirra og námstækifæri. Konur af erlendum uppruna lenda oftar utan vinnumarkaðar eða í láglaunastörfum en karlmenn af erlendum uppruna eða fólk með engan erlendan bakgrunn. Oft koma ófullnægjandi færnimatsaðferðir og ferlar í veg fyrir það að sú færni sem konurnar hafa náð á óformlegan hátt nýtist þeim á vinnumarkaði. Aðrar hindranir sem þær geta mætt eru vanhæfni í atvinnuleit, takmarkað félagslegt tengslanet eða erfiðleikar með að sameina fjölskyldulífi og vinnu.

Að gera sig klár fyrir næsta skref - nám eða starf

Til að þú getir áttað þig á hvernig starf hentar þér þarft þú að skerpa hugmyndir þínar um hver þú ert og hvað þig langar að gera. Hér getur þú skoðað viðhorf þín til vinnu og starfa, styrkleika þína, færni og hagnýt atriði sem skipta þig máli. Þú getur skrifað niður starfsreynslu, menntun og framtíðardraumana sem hafa áhrif á starfsval þitt og fundið út hvaða störf þér finnast áhugverðust.

Vinnumarkaðurinn

Hér má finna stuttar upplýsingar um ráðningarsamning, sjúkratryggingar, skatta, orlof og vinnutíma.

Atvinnuleit

Hér eru ýmsar upplýsingar um atvinnuleit og því sem að því snýr.

Hér munu ráðgjafar finna gagnlegar handbækur, verkfæri og aðferðir sem geta verið gagnlegar við að styðja við konur af erlendum uppruna.

Handbók á íslensku

Viðmiðunarrammi á íslensku

Handbók um ráðgjöf á ensku

Leiðbeiningar vegna viðtala við atvinnurekendur

Atvinnuleit

Atvinnuleit skioar stóran sess í vinnu með konum af erlendum uppruna. Við mælum með að fara í þessa vinnu þegar vinnu við sjálfstyrkingu hefur verið lokið.

Gott er að fara yfir atvinnuleit skref fyrir skref, hvernig maður ber sig að. Þegar þeirri fræðslu hefur verið lokið þá er hægt að fara í að aðstoða með ferilskrá.

Hér eru nokkrar góðar vefsíður sem gott er að skoða með ráðþegum.

Menntun

Hér má finna góðar vefsíður sem ráðgjafar geta nýtt sér í vinnu með ráðþegum er kemur að leita að námi.

Vefsíðan næsta skref er mjög góður upplýsingavefur um náms og störf á íslandi.

https://naestaskref.is/is

Íslenskt samfélag

Konur af erlendum uppruna þurfa fræðslu um samfélagið okkar og hvernig vinnumarkaðurinn á Íslandi gengur fyrir sig, reglur og óskráðar reglur.

Hér er gott fræðsluefni sem nefnist landneminn. Þar er að finna ýmsa fræðslu um íslenskt samfélag.

Hér má einnig finna góð ráð fyrir ferilskrárgerð sem og kynningarbréf og þær nýjunar sem eru að hasla sér völl varðandi ráðningu á starfsmönnum, til að mynda myndsamtöl.

Styrkleikar

Í þessari hanbók má finna verkfæri sem ráðgjafar geta nýtt sér í vinnu með ráðþegum.

Fyrsta skrefið í atvinnuleit er góður undirbúningur. Gott er fyrir einstaklinga að byrja á því að líta inná við og skoða “hver er ég?”

Einstaklingar eiga það oft til að vanmeta sig og þá er möguleiga ekki kjarkur til að sækja um það starf sem heillar. Með sjálfsskoðun er betur hægt að koma auga á áhugasvið og þá færni sem einstaklingar búa yfir og þau gildi sem skipta þá máli.

Í störfum og félagslífi eru notaðir ákveðnir styrkleika sem geta ráðist af persónuleika einstaklings eða verið áunnir. Þeir ákvarða að einhverju leiti hvernig einstaklingurinn er og hvað honum fellur vel að gera.

Hér er gott verkfæri sem hægt er að vinna með ráðþega til að átta sig á styrkleikum sínum. Verkfærið er verkefnabók sem nefnist Profilepass og hentar afar vel við vinnum með hóp kvenna af erlendum uppruna. Hér eru konurnar að átta sig á styrkleikum sínum með því að skoða líf sitt og hvaða hlutverkum þær hafa gengt í gegnum lífsleiðina:

https://hope.profilpass-international.eu/index.php?article_id=127&clang=1

Heimasíða Virk er einnig afar góð vefsíða sem hægt er að nýta fyrir styrkleikaverkefni.

https://www.virk.is/is/einstaklingar/aftur-i-vinnu/hver-ert-thu#styrkleikar

Færni

Gott er fyrir einstakling að átta sig á færni sinni, en í fyrri störfum og lífinu almennt eru einstaklingar að öðlast færni. Konur af erlendum uppruna átta sig oft á tíðum ekki á þeirri færni sem þær búa yfir. Með því að taka þessa könnun á færni getur það aukið sjálfstraust þeirra sem og betur í stakk búnar að sækja um atvinnu.

https://www.virk.is/is/einstaklingar/aftur-i-vinnu/hver-ert-thu

Tungumál á vinnustað

HAGNÝTAR LEIÐBEININGAR FYRIR VINNUVEITENDUR

Í samskiptum við nemandann er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • tala hægt og skýrt
  • endurtaka hugmyndir og orðatiltæki
  • nota einfaldar setningar
  • skrifa algeng orð á vinnustaðnum fyrir nemandann 
  • leyfa nemandanum að hljóðrita samtal
  • tala, tala, tala

Mikilvæg samskipti krefjast þess að:

  • nemandinn hlusti vel á fyrirmæli
  • þú biðjir nemandann að endurtaka það sem sagt hefur verið  

Það er gagnlegt fyrir aðlögunarferli nemandans ef hann/hún er upplýst/ur um hluti eins og:

  • stundvísi
  • pásur
  • reglur um öryggi, klæðnað, frídaga o.s.frv.
  • forgangsröð verkefna
  • möguleg tímamörk
  • frítt kaffi og mat þar sem við á
  • hvernig tilkynna skal veikindi
  • símanúmer tengiliðs á vinnustaðnum
  • vinnuefni og tæki sem lögð eru til
  • vinnu- og frítími

Á meðan nemandinn þróar færni sína í tungumálinu er gagnlegt að:

  • sjá honum/henni fyrir mismunandi verkefnum
  • tryggja að nemandinn skilji gefin fyrirmæli
  • hvetja nemandann til þátttöku í almennum umræðum um veður, áhugamál, frídaga, uppáhaldsmat o.s.frv.

FYRIRMYNDARVERKEFNI ERLENDIS FRÁ

Lýsing á verkefni frá Svíþjóð þar sem ábyrgð á starfstengdu tungumálanámi er á herðum þriggja aðila: nemandans (sem er á sama tíma starfsmaðuer eða starfsnemi), mentorsins á vinnustað og yfirmannsins.

1. Lýsing á verkefni frá Svíþjóð þar sem ábyrgð á starfstengdu tungumálanámi er á herðum þriggja aðila: nemandans (sem er á sama tíma starfsmaðuer eða starfsnemi), mentorsins á vinnustað og yfirmannsins.

  • Additional info the language support method final

2. Lýsing á tungumálamentor

Training Manual Language Learning

Stuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við gerð þessarar vefsíðu felur ekki í sér samþykki fyrir innihaldinu, sem endurspeglar einungis skoðanir höfunda. Framkvæmdastjórnin ber ekki ábyrgð á notkun upplýsinga sem þar er að finna.

WOW-e
WOW-e